Mín ætlar sko að skella sér til Berlínar að njóta vorsins um helgina, en til þess að þetta verði ekki bara tjill er ég búin að boða mig í sellótíma hjá fyrrverandi. (Sellókennara s.s) Eins og venjulega gistum við Stáni á hótel Elfus og Eygló á Gleiminu. Partý, eurovisionsdjam sunnudagstjill og ýmislegt fleira á dagsskrá. Er búin að eiga soldið bissí viku og mun það líklegast halda þannig áfram næstu vikur. Er að spila í einhverju Mozart projekti, sinfonie Concertante með kreizy sólistum í skólanum og svo tók kvartettinn minn að sér frumflutning á kínversku blómi :-)
Einnig styttist í klassenabend þar sem ég ætla að sullast í gegnum Chopin sónötuna mína, gengur alls ekki nógu vel...Gaman að því!
Annars er ég að reyna að skipuleggja námsskeiðsríkt sumar svo ef einhver veit um einhverja góða sellókennara á vappi má endilega láta vita:-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég treysti á þig að kjósa Ísland í eurovision!!! Hafðu það annars gott í Berlín og haltu áfram að vera svona dugleg :) Kv. Dana
Post a Comment