Thursday, July 03, 2008

fréttir

loksins getur maður bloggað einhverjar almennilegar fréttir. Núna er nefnilega komið lokaplan frir sumarið og haustið líka og ekkert smá plan sko...Vel þétt! Fer á þrjú námskeið, tvær sellólausar skemmtiferðir og verð þá vel tilbúin til að setjast í afleysingarsætið mitt í háskólabíó í tvo mánuði:-) Já þið lásuð rétt, mín er að koma á klakann í heila tvo mánuði að vinna, og ekki nóg með það heldur er þetta skemmtileg sellóvinna sem einnig inniheldur rúmlega tveggja vikna ferð til JAPAN!!!! gaman gaman. Kem reyndar og seint í skólann í haust og þarf líklega að vera stressuð konstant í 3 mánuði til að vinna þetta upp. En skidt, pyt;-)

Núna er önnin hægt og rólega að klárast. Reyndar aðeins of hægt að mínu mati, það er nú komin smá sumarfrísfílingur í mann. helga í heimsókn og 35 stiga hiti og sól...soldið erfitt að einbeita sér en ennþá tvennir stórir tónleikar eftir og eitt kennslufræðipróf svo það er eins gott að halda á spöðunum. Svo verður sellóinu bara skilað til fiðlusmiðs í berlín sem ætlar að passa það fyrir mig svo eg geti djammað samviskulaust í PRAG!!! En þangað til er ennþá vika svo ég þarf að þrauka aðeins lengur...

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með góðan árangur í prófum en ég er ekki alveg jafn hress með að þú farir á klakann í tvo mánuði þegar ég er að flytja nær þér ........loksins!
En við notum bara tímann betur sem við höfum fyrir og eftir, alltaf að finna það jákvæða við allt ekki satt? Við erum að verða nokkuð góðar í því eftir þennan vetur..... þetta verður svo frábær reynsla fyrir þig þetta "sinfó ævintýri"
knús mamma

Kristján Orri Sigurleifsson said...

Hlakka til PRAG :)