Thursday, July 17, 2008

ferðasaga

Eftir massívan lokasprett á önninni og margra vikna draumóra um frí var lagt af stað eldsnemma á laugardagsmorguninn í lúxushelgarfrí til Prag. Við vöknuðum öll extra snemma til að vera ekki í neinu stressi og vorum komin niður á teina alveg 10 mínútum fyrir brottför þegar við mundum eftir því hvað það er hryllilega vont kaffi í deutsche Bahn lestunum. Stjáni og Jói voru semsagt sendir eftir kaffi. Stuttu seinna kom lestin, við helga grínuðumst aðeins með það hversu fyndið það væri ef strákarnir myndu missa af lestinni og við myndum bara taka skvísudjammferð á þetta, allavega ég fór inn til að passa sætin okkar og Helga mín beið sallaróleg fyrir utan til að nappa strákana þegar þeir kæmu og sýna þeim hvar væri best að fara inn í stálorminn mikla. En hvað gerðist svo?? Allt í einu fór lestin að hreyfast...Ég auðvitað panikkaði, hélt fyrst að hún væri kannski bara að færa sig til en leit svo á klukkuna og sá að það var örugglega ekki keisið. Semsagt ég var á leiðinni ein í rómantíska helgarferð til Prag...Jei! Helga hringdi bálvond í kristján og komst að því að þeir hefðu semsagt líka náð lestinni, hefðu bara stokkið inn þar sem þeir komu niður til að missa örugglega ekki af henni og ekki séð helgsu sem beið trygg eftir þeim á brautarpallinum...Þá var semsagt helga EIN í Berlín! Við stukkum án þess að hugsa út úr lestinni á Südkreuz og komum okkur aftur á Hauptbahnhof þar sem aumigjans kisukalli beið með tárin í augunu. Sem betur fer var lest sem fór tveimur tímum síðar og við þurftum bara að borga smá breytingargjald til að komast með henni.

Í annarri tilraun komumst við alla leið til Prag og örkuðum upp langa brekku þar til glitti í fullkomnum ferðarinnar...Hótelið okkar. Það var mesta snilld í heimi, ekkert klúður þar. Liggur við rætur kastalans í miðbænum með útsýni yfir allan miðbæin. Herbergin okkar voru tveggja erbergja með svaka dívan, sjónvarpi í báðum herbergjum. Þremur baðherbergjum og allt úr gulli og kristalljósakrónur. Kóngasvítur alveg hreint.

Annars er ekki mikið hægt að segja frá þessari stuttu ferð nema að við bara höfðum það alveg fáránlega gott. Túristuðumst eins og vitleysingar og drukkum fullt af góðum tékkneskum bjór. Hann klikkar


aldrei. Stjáni tók "bjór quiz" á belgískum bjórbar og viti menn, hann gat ALLT rétt!! Þar með vann hann sér inn einn bjór og massívt respect á barnum. Fyrir utan þjóðardrykkinn var líka mikið borðað og ekki var það síðra, kanínukjöt, villisvín, gúllash, bakaður ostur og fleira þjóðlegt góðgæti.


Á myndunum er hótelið fína, viewið góða og svo ég að koma út úr litla sæta húsinu hans Kafka þar sem nú eru seldar bækurnar hans á túristaverðum.


Einn Facebook vinur Stjána hitti okkur og sýndi okkur hluta af Prag sem við hefðum aldrei farið eða skoðað sjálf enda hálfgerð "Indiana Jones" ferð um falda náttúru í miðri Prag. Hælar ekki alveg málið!!!

Við stjáni minn erum núna komin heim í kotið okkar í Lübeck og erum að njóta síðustu dagana okkar saman í frí, ásamt því auðvitað að æfa okkur:-)





1 comment:

Anonymous said...

Vá þetta hefur verið snilldarfrí en gott að þið skylduð ekki fósturdóttur mína eftir eina i Berlín.......
Hlakka ekkert smá til að hitta þig í Köben knús mamma sem er í léttu stressi yfir því að vera að flytja eftir 3 daga!!! Fannst allt eftir í dag en ......