Thursday, April 12, 2007

stuð í lübeck

Núna er allt að verða komið í gang hérna. Er búin að finna ér píanóleikara og tríó. Byrjuð í öllum tímum nema píanói. Rosa margt spennandi að gera. Finnst gaman í öllu eiginlega, er í einhverjum stresslosunartímum, rythmik, söng, tónheyrn (sem ég ræð við ;)), heimstónlistarensamble sem er ógeðslega gaman þótt ég sé ekki með mikla þjálfun í impróvisation og þar af leiðandi ekki sú besta en geðveikt fjör, tangó, klezmer og afríkanskt workshop á næstunni. Allavega gaman gaman gaman.

Hins vegar er ég að fara að láta mig hverfa héðan og ætla að skreppa heim að ungfóníast aðeins og hitta vini og famelí. Það verður líka gaman. Þarf bara að læra nokkra hljómsveitarparta fyrst ;)

Sjáumst. Kem seinni partinn á morgunn svo hafið samband elskurnar...

No comments: