Friday, April 06, 2007

Guðný hin ex-laglausa

Í bachelor námi í Lübeck er skylda fyrir öll hljóðfæri að vera 2 annir í söngtímum. Þetta er aðallega hugsað til þess að hljóðfæraleikarar ná stjórn á öndun og til að skilja mismunandi "Klang" eins og kennarinn minn orðaði það. Semsagt mjög sniðugt.
Ég hef bara ekki verið þekkt fyrir mikla sönghæfileika eða samkæmt tónheyrnartímum eiginlega bara enga. Svo ég var náttlega á nálum fyrir fyrsta söngtíman sem var bæ the way klukkutími því ég er að fara til íslands og missi út tíma. En Ó MÆ GOD, þetta var ekkert smá gaman. Er hjá snilldarkennara, hef aldrei sungið tónstiga með svona rosalegri innlifun og tilþrifum áður. Fílaði mig í tætlur. Var auðvitað rammfölsk og skvíkhljóðin alveg í hámarki á háu nótunum. En gamangamangaman :)

No comments: