Wednesday, April 04, 2007

Leðurgatan

Er yndisleg í alla staði eins og einhverjir hafa lesið á Stjánabloggi. Skólinn virðist vera æði en þetta er massanám. úffedí úff... En lítur ógisslega spennadi út. Og allir æðislegir. Er strax búin að kynnast fullt af fólki, á þýsku takför, og líst mjög vel á stemminguna

Flutningar gengu mjög vel fyrir sig þegar upp var staðið og núna er adressan okkar er semsagt Lederstrasse eða Leðurgata sem á vel við því útsýnið er yfir 3 ofuræsandi kynlífsbúðir og bíó...Ekki svo gaman af því en mikið aðhlæjuefni samt.

Pabbi minn á skilið hrós og mikla samúð fyrir dugnað og vægast sagt ömurlegt heimflug. Allir sem hann sjá eiga að kyssa han nog knúsa hiklaust!

Allavega sellótími á eftir. Verð víst að æfa...

2 comments:

Anonymous said...

Er búin að því !
kveðja mamma

Unknown said...

hæ!!!
þetta hljómar alltsaman æðislega og íbúðin lítur mjög vel út af myndunum á blogginu hans Kristjáns að dæma. Einkum finnst mér baðkarið standa upp úr! Snilld... :)
Láttu svo vita hvernig var í sellótíma...ég hringi í þig á morgun þegar ég verð komin til Íslands! Eruði komin með heimasíma?
Allavega, sakna ykkar... það verður tómlegt án ykkar í Berlín þetta sumarið! Svo hlakka ég bara til að koma í heimsókn.
Helgsa