Enn og aftur barst bloggkvörtun frá klakanum....
Mér finnst bara ekki svo mikið spennandi að gerast...prófin fara að hefjast, svo núna er bara lognið á undan storminum. Ég er allavega voða róleg núna, en hef á tilfinningunni að það breytist á næstu dögum. Píanóprófið er fyrst, þarf að flytja heil 4 lög á einhvern snilldarlegan músíkalskan hátt svo ég verði ekki rekin úr skólanum fyrir að geta bara spilað barnalög:-/ er reyndar búin að gera díl við nýju nágrannana mína, þær mariu og astrid vinkoinur mínar úr skóla num að þær megi nota þvottavélina okkar og ég má æfa mig á píanóið þeirra...ágætis díll :)
Annars er eitt MJÖG vandræðalegt "próf" að baki. Hélt semsagt í gær mjög flókin og fræðilegan fyrirlestur á þýsku um c-moll trío mendelsohns og greiningu á fyrsta kafla...það voru meðal pínlegustu stundum lífs míns, þesi klukkutími var eins og fimm að líða. Ég þarna að reyna að lýsa einhverju með einhverjum orðum sem ég fann í orðabók og get engan veginn borið fram...stam stam stam. fyrir utan bara almenna vanþekkingu í greiningu sem gerði þetta ekki auðveldara...
En svona er lífið í skóla í Þýskalandi, best að kyngja því bara og reyna á svona stundum að gleyma allri virðingu sem maður hafði fyrir sjálfum sér.
Gaman samt að segja frá því að í næstu viku er ég að spila Strauss ljóð í eigin "útsetningu" fyrir selló og verð bara að fá að koma því opinberlega á framfæri að þetta er fallegast í heimi. (Takk fyrri dísa að benda mér a þetta). Vonandi tekst mér að koma þessu líka þannig frá mér...
Jæja læt þetta nægja, bið bara að heilsa ykkur :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hey, hvaða ljóð valdiru? Gangi þér nú vel með þetta allt saman, píanópróf sem og önnur próf!
Takk :-) Spila semsagt: Morgen!, Rote Rosen, Amor og Die Nacht.
Wunder wunderschön...
Post a Comment