Sunday, December 02, 2007

1. des :-)

var reyndar í gær en ég er þokkalega í jólaskapi. Við erum búin að jólaskreyta hjá okkur hérna á leðurgötunni og bærinn orðin algjört jólaland. Meira að segja búðargluggarnir á leðurgötunni eru komnir með jólalúkkið. Við erum með tvo aðventukransa í ár og bæði lítið jólatré og skreytta grein, ég missti mig aðeins:-/ Við Kristján viljum svo þakka henni ömmu minni Dísu fyrir baka bestu smákökur í heimi og senda mig með út og Ásdísi systir fyrir að smíða hættulegasta smákökubakka ever...það er sko svona jólatré sem á að raða kökum á en það er svo fallegt að við klárum alltaf kökurnar af því strax!

Á föstudaginn var hægt að versla til 24.00 í búðum og á mörkuðum svo það var svaka jólastuð með vel af glöggi og brenndum möndlum. Mér reyndar tókst bara að kaupa eina jólagjöf :-/ (en hún er góð) svo var jólapartý í skólanum í gær, reyndar allt of lítil jólastemming að mínu mati, bara eitthvað police eftirlíkingarband að spila og ekkert dansað í kringum jólatré eða neitt...en það tíðkast víst heldur ekki hérna í Þjóðverjalandi, ekki einu sinni hérna allra nyrst. Sussusvei!

En gleðilega aðventu öll sömul:-)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ frabært að heyra hvað allt er orðið jolalegt hja ykkur. Við erum aðeins byrjuð að skreyta en enginn greiniaðventukrans i ar! Vantar skreytingarmeistarann.Hið arlega aðventuboð hja ömmu Guðny i gær huggulegt að vanda. kveðja mamma
p.s kommurnar eru bilaðar.

Anonymous said...


Gaman að heyra loksins frá þér, ekki dugleg að blogga stelpan. Það hlýtur að vera algjört ævintýri að vera þarna í jólalandinu hjá ykkur. Það er nú allt að verða voða jólalegt hér á klakanum líka við íslendingar erum nú dugleg í jólaljósunum eins og öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ykkar var sárt saknað í boðinu hjá ömmu í gær þar sem Inga Birta sló í gegn með brosinu sínu, hún er bara æðisleg.
Knús og klemm, Magna.