Thursday, November 08, 2007

Skemmtilegir tímar

Já það er sko gaman að spila á selló þessa dagana. Alltaf gaman þegar nóg er að spila. Tónleikar með sinfó í Berlín og münchen um helgina. Tríótörn og tónleikar í næstu viku. Mendelsohn c-moll er alveg að slá í gegn hjá mér sko. Finnst það æðislegt stykki (fyrir utan nokkra óþægilega staði sem eru að pirra mig núna) og er líka í áfanga að læra um kammermúsik mendelsohns sem gerir ennþá skemmtilegra að vinan verkin hans. Svo er ég að byrja á nýrri sónöru og má velja mér nýjan konsert. Reyndar sko NÝJAN konsert, tuttugustu aldar konsert en það virðist vera alveg nokkuð margir góðir. Er eftir að skoða þetta betur, kannski meira að segja kemst maður í dussman ef einhver laus tími gefst stutt á morgunn.

Eini ókosturinn við þetta allt saman eru ferðalög, hef því miður takmarkaða þolinmæði fyrir þeim. Lest til Berlínar í dag, þarf að fara beint úr tíma út á lestarstöð, svo er það flug til münchen þá laugardaginn og svo 7 tíma lestarferð á sunnudaginn heim. Ullbjakk...en það þýðir ekki að kvarta yfri því. Nýji I-podinn reddar þessu;)

Bæ the wei, nýji i-podinn minn er á japönsku og ég get ekki breyt því!! Fékk nýjan því sá sem ég keypti bilaði og úps allt á japönsku:-/

1 comment:

Anonymous said...

Loksins farin að blogga, gaman að heyra frá þér, greinilega nóg að gera. Þú varst farin aftur frá Íslandi áður en ég gat snúið mér við. Vertu dugleg að skrifa, svo við hér heima getum fylgst með, knús frá okkur, kveðja, Magna.