Thursday, May 10, 2007

Jæja

Þá er komið að því . Blogg!

Hef ekki verið neitt voðalega dugleg að blogga undanfarið enda ekki mikið um að vera nema bara að æfa æfa æfa á píanó og selló. Píanókennarinn minn er sá metnaðarfyllsti sem ég hef kynnst, gerir meiri kröfur en sellókennarinn í augnablikinu. Sellókenanrinn er soldið furðulegur þýskur kall sem manni langar ekkert endilega að lenda uppá móti en hann virðist vera nokkuð ánægður með vinnu mína hingað til en svo er bara eins gott að haga sér!

Svo er ég líka að eignast nýja vini sem er voðalega gaman. Sakna samt auðvitað "famelíunnar" í Berlín. er aðallega komin með ógeð af að tala þýsku. Er orðin voðalega klár í tjattinu en er að verða geðveik á að stama og beygja vitlaust og svona. Verður voðalega þreytandi og ¨nervig" til lengdar. En ég á þolinmóða vini...

Vá hvað þetta er leiðinlegt og andlaust blogg. Vonandi kemur andinn yfir mig einhverntíman í vikunni.

4 comments:

Anonymous said...

Já það er vesen að bækslast í tungumálum. Þú getur alla vega huggað þig við það að þú kannt ábyggilega þýskuna svona sjö sinnum betur en ég finnsku. Harren Sie aus, bara. gaman að er gaman annars :O)

Anonymous said...

Haldu bara áfram það er það eina sem dugir.Snúa vörn í sókn mín kære
kveðja mamma sem alltaf bíður eftir bloggi!

Unknown said...

mér þykir þú góður ernir!

Anonymous said...

Sæl Guðný

Ég var að senda þér e-mail á guðnycello@visir.is

Tékkaðu endilega á því og láttu mig vita hvort þú sért game ;)

Kær kveðja,
Lilja úr MH