Sunday, January 21, 2007

blómabörn

já berlín er og verður alltafsmá hippaborg. Þegar ég flutti á Wiesenstrasse var tóbakssjálfsali, örugglega síðan fyrir stríð á húsinu, við hiðina á inngangnum. Hann var síðan fjarlægður fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hef svosem ekki saknað hans mikið en hann skildi eftir sig frekar ljótan skítablett á stærð við sig á veggnum. Svo núna þegar ég var að koma heim úr æfingarherbreginu mínu, um sirka 23.00 á staðartíma, er ekki bara stelpa mætt með pallettuna og farin að mála blóm á vegginn... Reyndar er gatan mín sama sem ekkert upplýst svo ég sá ekki nákvæmlega smáatriðin í þessu listaverki en hún bauð kurteisislega góða kvöldið og spurði hvort mér væri sama.

Allavega, annars er ekki mikið að frétta af mér. Er farin að getað æft mig, er orðin sérfræðingur í umbúðum og plástrum af öllum tegundum og gerðum. Ef ég kemst ekki inn í skóla get ég kannski snúið mér að plástraiðnaðinum...

No comments: