Thursday, April 20, 2006

Life is what happens when you are busy doing sth else!

Hitti gamlan vin á msn um daginn sem ég hef ekki spjallað við óralengi. Ég fór að segja honum hvað ég hefði verið síðustu árin og fékk þetta svar., tilvitnuna í Lennon Sama kvöld las ég mjög ameríska sjálfshjálparbók sem hann Kristján minn sendi mig með heim "Láttu ekki smámálin ergja þig" (fyrirbyggjandi fyrir komandi sambúð máske). Eftir örstuttan lestur kem ég auga á sömu tilvitnun...

Tilviljun??

Mér finnst að ég eigi að túlka þetta svo að ég eigi að hætta að undirbúa lokatónleika og ekki skila endurbættri ritgerð...og bara stinga af til berlínar þar sem lífið mitt bíður:-D

Nei ég segi svona...svo tekur skynsemin yfir.
Las líka ævisögu Casals um helgina og enduruppgötvaði trú á listina og sellóleik.
En það er náttlega alltaf spurning með þessa ritgerð...hmm!

No comments: